Orkuskiptin eru draumórar

„Til að ljúka orkuskiptunum þyrfti 200% meiri raforku en nú er framleidd hér.“

Friðrik Daníelsson skridfar í Mbl:

Friðrik Daníelsson

Landsvirkjun hefur sagt að afla þurfi 50% meiri raforku (10 TWt/ ári) ef ljúka eigi orkuskiptum í samgöngum á landi, sjó og í flugi – þurfum við líklega rafeldsneyti til að fara í þyngri bílana og sérstaklega skipin og líka flugvélar.

Rafeldsneyti

Ísland notar 1.532.000 tonn af jarðefnaeldsneyti á ári (2018, kaup íslenskra flugfélaga erlendis meðtalin). Orkan sem þetta eldsneyti skilar er um 20 TWt, svipað og allt íslenska raforkukerfið gefur af sér árlega. Með „rafeldsneyti“ er átt við vetni frá rafgreiningu og efni úr því. Fljótandi vetni gefur af sér á lítra um 20% af orku díselolíu, ammóníak um 30%, tréspíri um 40% og hydrasín um 50%. Þessi „rafeldsneyti“ þurfa miklu meiri orku í framleiðslu en þau skila við notkun. Aðeins tréspírinn kemur til greina í almenna notkun þó hann sé lélegt eldsneyti. Hann er venjulega búinn til úr jarðgasi eða kolum. „Raf-tréspíri“ úr rafgreiningarvetni og reyk (koltvísýringi) þarf tvöfalt meiri raforku í vetnið en spírinn skilar við notkun. Ef framleitt væri fljótandi raf-vetni, sem skilaði sama orkumagni og allt jarðefnaeldsneyti sem Ísland notar, þyrfti hvorki meira né minna en 40 TWt á ári af raforku í framleiðsluna. Vetnið skilar aðeins um helmingi af orkunni sem þarf til að framleiða það og hin „rafeldsneytin“ enn minna. Þessir 40 TWt er meir en tvöföld sú orka sem virkjanir Íslands gefa nú. Það þyrfti því að virkja um 6.000 MW í viðbót við þau 3.000 MW sem búið er að virkja!

Rafgreiningarvetni

Vetni er hættulegt í meðförum, lekur út um veggi og veldur sprengihættu, kali og köfnun. Fljótandi vetni er -250° kalt, flutningar og geymsla þarfnast flókins búnaðar og eru dýr. Önnur „rafeldsneyti“ eru mengandi, eitruð og hættuleg í meðförum. Ammóníak myndar eitrað rauðgas. Séu efnin notuð til að framleiða vetni á notkunarstað verður nýtingin léleg. Það er hægt að framleiða gott eldsneyti úr vetni og kolefnissamböndum en þau eru bannfærð eins og er nema koltvísýringur sem er versta hráefnið og á lægsta orkustigi. Bílar: Nýtæknirafhlöður hafa um 2% (1/50) af orkuinnihaldi bensíns á kg.

Lesa meira
Deila þessu: