fbpx

„Borðleggjandi að íslensk garðyrkja mun leggjast af í þeirri mynd sem hún er nú“

Á forsíðu Bændablaðsins 1. nóvember 2018 er vitnað í orð Gunnars Þorgeirssonar formanns Garðyrkjubænda. Gunnar bætir við „Það er algjörlega ljóst í mínum huga að við innleiðingu á Orkupakka 3 og hækkandi raforkuverði í kjölfarið verða ekki framleiddir hér framar tómatar, gúrkur, jarðarber eða grænmeti sem krefst raflýsingar. Kryddjurtirnar frá mér myndu örugglega hverfa úr verslunum.“
Sjá nánar á vef Bændablaðsins.

Þeir, sem ekki vilja selja rafmagn um sæstreng til útlanda, verða að hafna Þriðja orkumarkaðslagabálki ESB

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur:

Alþingismenn hljóta að vita, að þeir, sem segja A verða að vera tilbúnir að segja B.  Það flækist þó fyrir sumum þeirra í sambandi við Þriðja orkumarkaðslagabálkinn, því að þeir eru til á meðal Alþingismanna, sem hyggjast kokgleypa hann án þess að vilja taka skilyrðislaust við aflsæstreng frá útlöndum.  Þetta gengur alls ekki upp.

Lesa áfram „Þeir, sem ekki vilja selja rafmagn um sæstreng til útlanda, verða að hafna Þriðja orkumarkaðslagabálki ESB“

Mikil hætta á orkuskorti og hærra orkuverði ef þriðji orkupakki verður samþykktur

Með samþykkt þriðja orkupakkans mun skapast hér á landi mikil hætta á orkuskorti og hækkun á orkuverði. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu 30. október 2018. Bjarni bendir á að Ísland uppfylli ekki þau skilyrði sem innri markaðsreglur ESB geri ráð fyrir að lönd uppfylli sem verði með í innleiðingu þriðja orkupakkans og þannig skapist mikið ójafnvægi á raforkumarkaði og valdi þannig sveiflum og hækkandi orkuverði. Hér má hlusta á viðtalið í heild.

Fundur í HÍ með Peter Örebech 22.10.2018

Bjarni Jónsson verkfræðingur skrifaði eftirfarandi pistil um fundinn:

Prófessor í lögum við Háskólann í Tromsö í Noregi, UIT, hélt ítarlegt erindi í einum af fyrirlestrarsölum Háskóla Íslands, mánudaginn 22. október 2018.  Þar hafa sennilega verið mætt tæplega 80 manns til að hlýða á hinn gagnmerka prófessor, sem einnig kom við sögu „Icesave-umræðunnar“ á Íslandi og hefur einnig lagt okkur lið í hafréttarmálum og í sambandi við fiskveiðistjórnun, því að hann er jafnframt sérfræðingur í lögum, er varða fiskveiðar.  Peter veitti nokkrum fjölmiðlum viðtöl á meðan á stuttri dvöl hans á Íslandi stóð að þessu sinni, en hann hefur oft komið til Íslands áður og bregður fyrir sig „gammelnorsk“, sem Norðmenn kalla tunguna, sem fornrit okkar eru rituð á.

Lesa áfram „Fundur í HÍ með Peter Örebech 22.10.2018“