fbpx

Frá orkusamstarfi til orkusambands

Sérfræðiskýrlsla Orkunnar okkar var kynnt á opnum blaðamannafundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu föstudaginn 16. ágúst síðastliðinn. Heildarniðurstaðan er að upptaka 3. orkupakka ESB  „í íslensk lög sé skaðleg fyrir íslenska þjóð, efnahag hennar og náttúru“. Skýrsluhöfundar leggja „til að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.“

Höfundarnir minna á mikilvægi þess að málið verði rækilega kynnt almenningi og í því skyni hefur skýrslan verið gerð aðgengileg öllum. Hægt er að smella á þessa krækju til nálgast hana í hefðbundnu pdf-formi.

Það er líka hægt að lesa hana í innfelda glugganum hér að neðan. Stjórnborð með flettiörvum og stækkunarmöguleika birtast með því að setja músina yfir gluggann.

SkyrslaOrkusamband_160819

Ritstjórar skýrslunnar eru: Jónas Elíasson, Stefán Arnórsson og Haraldur Ólafsson en Erlendur Borgþórsson er umsjónarmaður útgáfunnar. 

Aðalhöfundar efnis eru eftirtaldir:

  • Bjarni Jónsson, verkfræðingur
  • Elías B. Elíasson, verkfræðingur
  • Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur
  • Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra
  • Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra
  • Ragnar Árnason, prófessor
  • Stefán Arnórsson, prófessor
  • Sigurbjörn Svavarsson, framkvæmdastjóri
  • Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri
Skýrsluhöfundar hafa mikla þekkingu og reynslu af ýmsum hliðum efnahagsmála, orkumála og þjóðarréttar

Um er að ræða yfirgripsmikið verk upp á 82 blaðsíður. Það hefst á ágripi upp á rúmar 9 blaðsíður þar sem helstu atriði hvers kafla eru dregin saman. Kaflarnir eru alls 11 og er 9. kaflinn fyrirferðarmestur en hann fjallar um lagaleg atriði varðandi orkupakkann.

Aðrir kaflar fjalla um:

  • eðli orkulinda
  • orkustefnu ESB
  • orkupakka 4 og afleiðingar hans
  • orkulindir Íslands
  • viðskipti um sæstreng og íslenska raforkukerfið
  • stýringu íslenska orkukerfisins og orkuöryggi
  • efnahagsleg áhrif orkupakka 3
  • raforkufyrirtæki, náttúruauðlindir og orkustefnu ESB

Úgefendur og ábyrgðarmenn verksins er Orkan Okkar. Von er á prentvænni og styttri útgáfu skýrslunnar á allra næstu dögum.

Deila þessu: