„Borðleggjandi að íslensk garðyrkja mun leggjast af í þeirri mynd sem hún er nú“

Á forsíðu Bændablaðsins 1. nóvember 2018 er vitnað í orð Gunnars Þorgeirssonar formanns Garðyrkjubænda. Gunnar bætir við „Það er algjörlega ljóst í mínum huga að við innleiðingu á Orkupakka 3 og hækkandi raforkuverði í kjölfarið verða ekki framleiddir hér framar tómatar, gúrkur, jarðarber eða grænmeti sem krefst raflýsingar. Kryddjurtirnar frá mér myndu örugglega hverfa úr verslunum.“
Sjá nánar á vef Bændablaðsins.

Deila þessu:

„Geta ekki bannað lagningu sæstrengs“

Peter Örebech lagaprófessor

Rúv.is segir þann 23. október 2018 frá því að Peter Örebech lagaprófessor við háskólann í Tromsö hafi fært rök fyrir því að það verði dómstóll ESB sem eigi síðasta orðið þegar kemur að því að túlka 125 gr. EES samningsins um eignarétt auðlinda. Dómstóllinn líti svo á að greinin eigi ekki að hindra frjálst flæði vöru. Fjórfrelsið standi framar eignarréttarákvæðinu. 

Lesa áfram „„Geta ekki bannað lagningu sæstrengs““
Deila þessu:

ACER muni ákveða lagningu sæstrengs

Peter Örebeck prófessor

Peter t. Ørebech prófessor í lögfræði við Háskólann í Tromsø í Noregi er einn þeirra sem munu flytja erindi á opnum fundi í Háskóla íslands um aukið vald Evrópusambandsins í orkumálum hér á landi.
Segir hann ályktanir Birgis Tjörva Péturssonar í greinargerð fyrir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem birtust í september ekki standast að því er Morgunblaðið segir frá. Þar segir Örebech að eignarréttarákvæði um orkuauðlindir verði ekki undanskilin fjórfrelsinu og reglum innri markaðar um að ekki megi gera upp á milli fyrirtækja innan þess.

Nánar á vefsíðu Viðskiptablaðsins

Deila þessu:

Segir ríkisvaldið framselt með orkupakkanum

Stefán Már Stefánsson

Þriðji orkupakki Evrópusambandsins, sem verður hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið ef Alþingi samþykkir, felur í sér að ríkisvaldið verður framselt til alþjóðlegra stofnana. Þetta er álit Stefáns Más Stefánssonar prófessors við lagadeild Háskóla Íslands.  Stefán Már sem er sérfræðingur í Evrópurétti fjallaði um orkupakkann á fundi í Valhöll sem fram fór 29. ágúst 2018.  Heimild frétt RÚV 30. ágúst 2018.

Deila þessu: