Elliði Vignisson í viðtali vð Mbl:
EES-samningurinn (sá sem liggur til grundvallar Orkupakka 3) er yfirþjóðlegur samningur og brýtur því gegn stjórnarskrá Íslands .
„Hvernig getur það farið saman að þeir sem stuðst hafa við orð Baudenbachers um Orkupakka 3, og notað þau til marks um mikilvægi þess að hann verði samþykktur, bregðast ókvæða við þegar bent er á að skoða þurfi nánar EES-samninginn sem liggur til grundvallar?“
Elliði heldur áfram:
„Það sem mér hefur helst þótt athyglisvert er að þessi álitsgerð er langt því frá það eina sem þessi kappi hefur sagt um alþjóðasamninga Íslands. Árið 2007 sagði þessi sami sérfræðingur nefnilega að EES-samningurinn (sá sem liggur til grundvallar Orkupakka 3) sé yfirþjóðlegur samningur og brjóti því gegn stjórnarskrá Íslands,“ segir hann ennfremur.“
Rifjar Elliði upp frétt í Fréttablaðinu frá árinu 2007 þar sem haft er eftir Baudenbacher að EES-samningurinn sé yfirþjóðlegur samningur sem fyrir vikið fari í bága við stjórnarskrá lýðveldisins. Hvort sem samningurinn hafi verið yfirþjóðlegur eða ekki í upphafi þá sé ljóst að sú sé raunin í dag. Vitnað er þar í grein sem Baudenbacher ritaði í Tímarit lögfræðinga.
Nánar á fréttavef Mbl. þ. 31. júlí 2019