Undanfarna daga hafa töluverðar umræður spunnist um skrif lögfræðinganna Arnars Þórs Jónssonar og Bjarna Más Magnússonar um álitamál sem varða 3. orkupakkann.
Bjarni Már, sem er fylgjandi innleiðingu orkupakkans, birti grein í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag. Í tilefni hennar benti Arnar Þór, sem er á móti innleiðingunni, honum á þrjú lögfræðileg grundvallaratriði varðandi EES-samningin og þjóðarrétt. Þetta gerir hann í stöðuuppfærslu á Facebook sem lýkur á þessari afleiddu niðurstöðu um grein Bjarna:
Með vísan til alls þessa tel ég að grein Bjarna Más sé ekki málefnalegt innlegg í umræðu um þriðja orkupakkann
Í nýjustu stöðuuppfærslu Arnars Þórs vekur hann athygli á tveimur spurningum til Bjarna Más. Spurningarnar eru settar fram við fyrrgreinda stöðufærslu Arnars Þórs og koma frá Þórarni Einarssyni.
- Hvernig sérðu fyrir þér að Alþingi geti sett hindranir fyrir lagningu sæstrengs með þeim hætti að ESA og EFTA-dómstóllinn líti ekki á þær hindranir sem hindranir í skilningi þriðja orkupakkans og annarra ákvæða EES-samningsins?
- Hversu eðlilegt er að Alþingi samþykki innleiðingu þriðja orkupakkans en ætli svo að setja lög sem eiga að hindra að tilgangur og markmið hans (aukin viðskipti með raforku yfir landamæri) nái fram að ganga?
Arnar Þór segist vona að slíkar spurningar (og svör) færi þingmenn og kjósendur nær því að geta tekið ábyrga afstöðu til Orkupakka 3 og undirstrikar mikilvægi þess að sem flestir kynni sér efnisatriði málsins.
því þetta er mikilvægara mál en svo [að] almenningur eftirláti „sérfræðingum“ að ræða það og afgreiða bak við luktar dyr.
Sjá stöðuuppfærsluna í heild hér að neðan: