Fordæmi um undanþágur frá regluverki EES

Jón Baldvin Hannibalsson

Jón Baldvin Hannibalsson fv. utanríkisráðherra og sá sem stýrði samningaviðræðum Íslands um EES samninginn segir frá því í aðsendri grein á Viljinn.is þann 27. nóvember 2018 að aðildarríki EES-samningsins hafi ótvíræðan rétt til að semja um undanþágur frá EES-gerðum og regluverki og að hafna þeim með öllu, án viðurlaga, umfram það að njóta þá ekki réttinda á viðkomandi málasviði. Máli sínu til stuðnings vísaði Jón Baldvin í svar ráðuneytis sem finna má á þingskjali 1276/144

Fyrirspurnin hljóðaði svo: „Hversu oft og í hvaða tilvikum hefur Ísland á árabilinu 2000-2014 óskað eftir undanþágum frá innleiðingu EES-gerða á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar? Hversu oft hefur verið fallist á slíkar undanþágur?

Í svari ráðherrans kemur m.a. fram eftirfarandi: (ath. leturbreytingar eru Jóns Baldvins).
(1)„Í ýmsum tilfellum er í slíkum ákvörðunum sérstaklega samið um, hvort og með hvaða hætti ESB- gerð taki til EES/EFTA- ríkja á grundvelli EES- samningsins. Í því ferli er m.a. unnt að semja um aðlaganir og undanþágur af ýmsu tagi, jafnt tæknilegar sem efnislegar“.
(2) „Þá er einnig unnt að undanþiggja ríki innleiðingu gerðar í heild eða að hluta“. 
(3) „Ísland hefur þannig samið um ýmsar aðlaganir og undanþágur, hvort sem er að hluta eða í heild. Sem dæmi um nokkrar undanþágur, sem Ísland hefur samið um eru t.d. veigamiklar undanþágur frá gerðum um reglur, er varða dýraheilbrigði og lifandi dýr“.
(4) „Jafnframt er Ísland undanskilið tilskipun um orkunýtni bygginga, tilskipun um sumartíma og gerðum, sem varða jarðgas. Þá er Ísland einnig undanþegið sameiginlegum reglum um flugvernd í almenningsflugi að hluta, þ.e. hvað innanlandsflug varðar. Eins og að framan greinir, er auk slíkra undanþága unnt að semja um aðlaganir og sérlausnir af ýmsum toga, svo sem aðlaganir sem Ísland hefur samið um í tengslum við upptöku orkupakka ESB í EES – samninginn sem og við upptöku á ýmsum tilskipunum ESB á sviði umhverfismála“.
(4) „Þá má bæta við, að Ísland þarf hvorki að innleiða gerðir á sviði lestarsamgangna né um skipgengar vatnaleiðir“.

Deila þessu: