fbpx

Stofnanir ESB ráða í öllum ágreiningsmálum um 3. orkupakkann

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari:
“Sem sér­samn­ing­ur geng­ur EES-samn­ing­ur­inn fram­ar almenn­um þjóðarrétt­ar­samn­ing­um. Því er mik­il­vægt að hafa í huga að Haf­rétt­ar­dóm­stóll­inn eða aðrar alþjóðastofn­an­ir munu ekki leysa úr ágrein­ings­mál­um vegna skuld­bind­inga Íslands tengd­um EES-samn­ingn­um, held­ur stofn­an­ir ESB.“

Arn­ar Þór svar­ar þar grein sem dr. Bjarni Már Magnús­son, pró­fess­or í lög­um, rit­aði í Frétta­blaðið, en í þeirri grein árétt­ar Bjarni að ekk­ert sé í þriðja orkupakk­an­um fjallað beint um skyldu aðild­ar­ríkja EES „til að koma á eða leyfa sam­teng­inu um flutn­ing orku sín á milli“.

Seg­ir Bjarni að öll aðild­ar­ríki EES-samn­ings­ins, sem og Evr­ópu­sam­bandið sjálft, séu aðilar að haf­rétt­ar­samn­ingi Sam­einuðu þjóðanna frá 1982 og bend­ir á að 311. grein þess samn­ings kveði á um að ákvæði annarra samn­inga, sem aðild­ar­ríki haf­rétt­ar­samn­ings­ins eiga aðild að, skuli vera í sam­ræmi við haf­rétt­ar­samn­ing­inn. „Með öðrum orðum, haf­rétt­ar­samn­ing­ur­inn trón­ir á toppn­um í alþjóðakerf­inu,“ seg­ir Bjarni og bæt­ir við að samn­ing­ur­inn sé stund­um kallaður stjórn­ar­skrá hafs­ins.

Á móti seg­ir Arn­ar að lög­lærðum megi vera ljóst að EFTA-dóm­stóll­inn túlki mál jafn­an „í sam­hengi við og í ljósi mark­miðs og til­gangs“ samn­inga og gerða sem um ræðir á því rétt­ar­sviði, þ.e. að EFTA-dóm­stóll­inn láti anda orkupakk­ans ráða frem­ur en haf­rétt­ar­samn­ing­inn.

Deila þessu: