fbpx

Ísland er að dragast með í orkukreppu ESB

Friðrik Daníelsson

Friðrik Daníelsson:
“ Stefna ESB, eða réttara sagt draumar, er að „nýta orku aðildarlanda í þágu sambandsins“, mynda stórt samtengt orkukerfi ESB/EES með orkuver og orkufyrirtæki í einkaeigu sem lúta stjórnvaldi ESB eingöngu, án afskipta heimamanna.“

_____
„Orkustofnunin“ ACER sér um að farið sé eftir fyrirmælum ESB og er með útibú í aðildarlöndum ESB/EES. Venjulegir orkugjafar, gas, olía, kol og úran, falla ekki í kramið hjá ESB, óstöðug og dýr vind- og sólarorka er fyrirskipuð. Fallvatnsorka og jarðvarmi eru vinsæl þar sem hægt er að ná í þannig orku og hefur ESB í hyggju að nýta orkulindir Noregs og Ísland að fullu í sína þágu. Valdið sem ESB hefur með EES-samningnum gerir ESB fært að setja ráðstöfun á auðlindum þessara landa undir sitt regluverk og stjórnsýslu og nýta orkuna í sína þágu og sinna fyrirtækja“
____
„Tilskipanapakkar ESB verða sífellt draumórakenndari. ESB tók formlega upp 4. orkupakkann 22. maí 2019, hann heitir „Hrein orka fyrir alla Evrópubúa-pakkinn“ og setur kvaðir á aðildarlöndin um að framleiða og nota „hreina“ orku. Kvaðirnar eru óframkvæmanlegar fyrir flestöll ESB-lönd en setja aukinn kraft í að ná orku frá t.d. Noregi og Íslandi til handa ESB-fyrirtækjum. Orkukreppan fer dýpkandi í ESB. Það er afleiðing afskipta Brussel af orkumálum aðildarlandanna og hefur leitt af sér stöðugt hækkandi orkuverð og rýrnandi lífskjör, vaxandi orkuskort, iðnaðarflótta og atvinnuleysi. Stefnumörkunina skortir raunsæi og stjórnun orkumála er röng. Ísland hefur vegna EES verið að dragast með inn í orkukreppu ESB og versnar ástandið með hverju nýju valdboði, „orkupökkum“, frá ESB. Pyngjur almennings á Íslandi léttast með hverjum pakkanum.“

Nánar á vefsíðu Mbl þ. 30. júlí 2019

Deila þessu: