fbpx

Áskorun útifundar á Austurvelli

Orkan okkar og Gulvestungar stóðu fyrir útifundi á Austurvelli í dag. Fundurinn stóð frá klukkan tvö til þrjú. Frummælendur á fundinum voru: Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og Vigdís Haukdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.

Talið fra´vinstri: Styrmir Gunnarsson, Vigdís Hauksdóttir, Birgitta Jónsdóttir og Haraldur Ólafsson

Bæði frummælendur á fundinum og fundargestir eru alfarið á móti því að 3. orkupakki ESB verði innleiddur í íslensk lög. Lágmarkskrafan er að afgreiðslu hans verði frestað fram til næsta haust. Í lok fundarins var eftirfarandi áskorun til Alþingis lesin upp fyrir fundinn og hún samþykkt:  

Útifundur á Austurvelli beinir því til Alþingis að virða lög um hvíldartíma og skorar á Alþingi að taka orkupakka af dagskrá svo unnt verði að vinna málið betur eða fella það endanlega niður.

Deila þessu: