Sigurður Oddsson:
„Samþykkjum við þriðja pakkann fer orkan úr landi til uppbyggingar fyrirtækja sem við vildum gjarnan fá til okkar. Virðisauki framleiðslunnar verður á meginlandinu og ekki hjá okkur.”
—
“ Þeir sem hafna þriðja orkupakkanum eru þeirrar skoðunar að með samþykki hans afsölum við okkur yfirráðum á orkuauðlindinni án þess að fá nokkuð í staðinn. Í dag getum við t.d. óskað eftir tilboðum í græna orku gegn því að kaupandi reisi verksmiðjuna hér á landi og sett sem skilyrði að taka hvaða tilboði sem er og að 1) umhverfisvernd og 2) verðið fyrir orkuna hafi mest vægi. Við getum óskað eftir tilboði hvaðan sem er í heiminum og ekki bara frá ESB-löndum, eins og verður með samþykki pakkans. „
Nánar í Mbl. þ. 16. maí 2019