Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins lýsti skýrri andstöðu við þriðja orkupakkann í viðtali við Útarp Sögu 16. nóvember 2018. Ólafur segir að Flokkur fólksins hefði tekið þá staðföstu stefnu að náttúruauðlindir landsins eigi að vera skilyrðislaust á algjöru forræði íslendinga og því ber að hafna innleiðingu orkupakka þrjú. ” við erum bara utan við þetta orkukerfi Evrópu og erum því í allt annari stöðu en til dæmis norðmenn hvað þessi mál varðar“, segir Ólafur. Hlusta má á viðtalið á vef Útvarps sögu.