fbpx

Þeir, sem ekki vilja selja rafmagn um sæstreng til útlanda, verða að hafna Þriðja orkumarkaðslagabálki ESB

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur:

Alþingismenn hljóta að vita, að þeir, sem segja A verða að vera tilbúnir að segja B.  Það flækist þó fyrir sumum þeirra í sambandi við Þriðja orkumarkaðslagabálkinn, því að þeir eru til á meðal Alþingismanna, sem hyggjast kokgleypa hann án þess að vilja taka skilyrðislaust við aflsæstreng frá útlöndum.  Þetta gengur alls ekki upp.

Þeir, sem ekki vilja selja rafmagn um sæstreng til útlanda, verða að hafna Þriðja orkumarkaðslagabálkinum, þegar hann kemur til atkvæða á Alþingi, því að með samþykktinni munu  þingmenn framselja ákvörðunarvald um millilandatengingu til ESB/ACER.  Þetta kemur fram í greiningu prófessors Peters Örebech á greinargerð Birgis Tjörva Péturssonar, lögmanns, og einnig á fundi með Peter Örebech sem frummælanda í Háskóla Íslands, 22.10.2018. Þar kvaddi sér m.a. hljóðs prófessor emeritus Stefán Már Stefánsson, og samsinnti hann rökleiðslu prófessors Örebech í hvívetna. 

Nánar á bloggsíðu Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings

Deila þessu: