Með samþykkt þriðja orkupakkans mun skapast hér á landi mikil hætta á orkuskorti og hækkun á orkuverði. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu 30. október 2018. Bjarni bendir á að Ísland uppfylli ekki þau skilyrði sem innri markaðsreglur ESB geri ráð fyrir að lönd uppfylli sem verði með í innleiðingu þriðja orkupakkans og þannig skapist mikið ójafnvægi á raforkumarkaði og valdi þannig sveiflum og hækkandi orkuverði. Hér má hlusta á viðtalið í heild.