
Þriðji orkupakki Evrópusambandsins, sem verður hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið ef Alþingi samþykkir, felur í sér að ríkisvaldið verður framselt til alþjóðlegra stofnana. Þetta er álit Stefáns Más Stefánssonar prófessors við lagadeild Háskóla Íslands. Stefán Már sem er sérfræðingur í Evrópurétti fjallaði um orkupakkann á fundi í Valhöll sem fram fór 29. ágúst 2018. Heimild frétt RÚV 30. ágúst 2018.