Fréttastofa RÚV segir frá því 23 mars 2018 að norskir andstæðingar þriðja orkupakkans horfi til afstöðu íslands. Norska Stórþingið hafi samþykkt tilskipunina í gær. Í fréttinni er m.a. fjallað um ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokks og flokksþings Framsóknar gegn frekara framsali valds í orkumálum til ESB og rakin eru ummæli Bjarna Benediktssonar í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær: „Hvað í ósköpum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða land með okkar eigin raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessarar stofnunar?“ Sjá frétt á ruv.is