Í frétt mbl.is 26. ágúst 2012 er sagt frá ályktunum Flokksráðsfundar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Hólum í Hjaltadal. Fundurinn samþykkti meðal annars ályktun um rafmagnssæstreng þar sem varað er við framkomnum hugmyndum um lagningu rafmagnssæstrengs milli Íslands og Skotlands. „Jafnvel þó að slík sæstrengslögn væri tæknilega möguleg myndi fjárfesting af þeirri stærðargráðu kalla á stórfellda rányrkju á íslenskum orkuauðlindum og stórhækkun á raforkuverði innanlands,“ segir í ályktuninni. Sjá frétt mbl.is