fbpx

Styrktu starfið

Samtökin hyggjast reiða sig á frjáls framlög frá stuðningsfólki til þess að koma málstaðnum sem best á framfæri. Samtökin munu nota framlögin til að kosta vefsíðu, opna fundi, gerð kynningarefnis og birtingu auglýsinga. Þeir sem vilja styrkja baráttuna með fjárframlagi geta lagt inn á bankareikning samtakanna:

  • Bankareikningur: 0133-26-200065
  • Kennitala: 531118-1460

Þú getur líka keypt límmiða í bílinn og styrkt starfið í leiðinni. Miðinn kostar 2.000,-. Frétt um málið með nákvæmari upplýsingum.

Vertu með

Samtökin Orkan okkar eru opin öllum þeim sem vilja afþakka erlent vald í stjórn orkumála Íslands og hafna orkupökkum ESB. Við fögnum því ef þú ert tilbúinn að hjálpa til í þessari baráttu. Það eru ýmsar leiðir til þess:

Myndrænt yfirlit yfir miðlana okkar

Miðlum upplýsingum

Hjálpumst að við vekja athygli þjóðarinnar á mikilvægi þess að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum.

  • Miðlum mótrökunum
  • Miðlum upplýsandi greinum og blaðaskrifum
  • Miðlum viðtölum þar sem er farið yfir mótrökin
  • Kynnum okkur málin og upplýsum fjölskyldu og vini um það hvað er í húfi

Söfnum undirskriftum á eyðublöð

  • Hér er hægt að prenta út undirskriftaformið
  • Umsjón undirskrifta á pappír hjá Birgi í síma: 898 96 54 eða Sigurði í síma: 820 06 25
  • Útfyllt undirskriftarform berist til: OrkanOkkar, Ármúla 5, 105 RVK

Sendum Alþingi umsögn um málið

Öllum er frjálst að senda nefnd skriflega umsögn um þingmál að eigin frumkvæði og hefur slík umsögn sömu stöðu og þær sem berast samkvæmt beiðni þingnefndar. Umsagnir þurfa alls ekki að vera flóknar eða langar. Á vef Alþingis má finna leiðbeiningar um hvað þurfi að koma fram í umsögnum og hvert skuli senda hana.

Deila þessu: